Íslensku stelpurnar töpuðu í dag gegn geysisterku liði Makedóníu sem stendur uppi sem sigurvegari í B riðli og mun keppa gegn Noregi á morgun um hver fer upp um deild.
Anna Soffia Grönholm spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti leikmanni númer 4 hjá Makedóníu, Elenu Jankulovska. Anna Soffia tapaði 6-0 og 6-1.
Hera Björk Brynjarsdóttir spilaði á móti leikmanni númer 3 hjá Makedóníu, Nora Hristovska. Hera Björk laut í lægra haldi 6-0 og 6-2.
Í tvíliðaleiknum spiluðu Anna Soffia og Hera Björk á móti Noru Hristovska og Elenu Jankulovska. Makedónísku stelpurnar sigruðu 6-1 og 6-3.
Á morgun mun Ísland keppa sinn síðasta leik í mótinu við Kósóvó um 13.-16.sæti, og má búast við hörkuleik. Kósóvó sigraði Mósambík frekar auðveldlega í dag.