
Birkir átti undir högg að sækja gegn Recouderc
Ísland keppti á móti Andorra í dag og tapaði 2-1.
Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti Eric Cervos Noguer sem spilar númer 3 fyrir Andorra. Rafn Kumar spilaði vel og sigraði 6-2 og 6-4.
Birkir Gunnarsson spilaði á móti Laurent Recouderc, sem sigraði Smáþjóðaleikana sem haldnir voru á Íslandi síðasta sumar, og spilar númer 1 fyrir Andorra. Recouderc var of sterkur andstæðingur fyrir Birki sem tapaði 6-3 og 6-1.
Í tvíliðaleiknum spiluðu Birkir og Rafn Kumar á móti Laurent Recouderc og Jean-Baptiste Poux-Gautier. Andorra sigraði tvíliðaleikinn 6-3 og 6-4 í hörkuleik.
Ísland keppir við Albaníu á morgun um 13.-16.sæti á mótinu.
Öll úrslit í mótinu má sjá hér.

Rafn Kumar átti góðan sigur gegn Cervos Noguer