
Rafn Kumar keppti á móti atvinnumanninum Peter Chrysocos sem er númer 572 í heiminum
Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í Eistlandi í dag. Þeir mættu gríðarsterku liði Kýpur sem er talið vera þriðja sterkasta liðið á mótinu og skipar m.a. atvinnumanninum Marcos Baghdatis sem er númer 39 í heiminum í dag en hefur hæst náð að vera númer 8 í heiminum.
Rafn Kumar Bonifacius spilaði fyrsta leikinn fyrir Ísland á móti Petros Chrysochos sem spilar númer 2 fyrir Kýpur og er númer 572 í heiminum. Petros Chrysochos sigraði örugglega 6-0 og 6-2.
Birkir Gunnarsson spilaði næst á móti Marcos Baghdatis sem spilar númer 1 fyrir Kýpur. Birkir spilaði frábærlega í fyrsta settinu og var vel inní leiknum en tapaði leiknum 4-6 og 0-6.
Birkir og Rafn Kumar spiluðu tvíliðaleik á móti Soteris Hadjistyllis og Constandinos Christoforou sem spila númer 3 og 4 fyrir Kýpur. Íslensku strákarnir spiluðu gríðarlega vel og fóru með sigur af hólmi í þremur settum 6-3, 4-6 og 6-4.
Ísland keppir við Svartfjallaland á morgun.

Frábær sigur í tvíliðaleik hjá strákunum gegn Kýpur

Birkir spilaði frábærlega í fyrsta setti á móti Marcos Baghdatis sem er númer 39 í heiminum