
F.v. Andre Meinertz (1.sæti) og Anton Jihao Magnússon (2.sæti)
Capital Inn Reykjavík Open U16 evrópumótinu lauk á föstudaginn.
Anton Jihao Magnússon komst í úrslit í einliðaleik stráka og mætti dananum Andre Meinertz. Anton tapaði úrslitaleiknum 6-2 og 6-4 og endaði þar með í 2.sæti. Í tvíliðaleik spilaði Anton með Jan Jermar frá Tékklandi. Þeir mættu þjóðverjunum Mike Loccisano og Tim Rothluebbers sem þurftu að gefa úrslitaleikinn vegna meiðslna sem Loccasino hlaut í undanúrslitaleik í einliðaleik.
Anna Soffia Gronholm og Sofia Sóley Jónasdóttir enduðu í 3.-4.sæti í tvíliðaleik kvenna.

1. og 2. sæti í tvíliðaleik stráka
Öll úrslit úr mótinu má sjá hér.