Ísland spilaði sinn fyrsta leik í dag á móti Kýpur á Fed Cup og tapaði 3-0.
Anna Soffia Grönholm sem spilar númer 4 fyrir Ísland spilaði fyrsta leikinn á móti Mariu Siopacha sem spilar númer 2 fyrir Kýpur. Anna Soffia laut í lægra haldi 6-0 og 6-0.
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sem spilar númer 2 fyrir Ísland spilaði annan leikinn á móti leikmanni númer 1 hjá Kýpur Elizu Moriou. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir tapaði 6-0 og 6-0.
Það kom bersýnilega í ljós í einliðaleikjunum að Kýpversku stelpurnar eru aldar upp á leirvöllum þar sem þær komu öllum boltum yfir netið en íslensku stelpurnar gerðu sig seka um of mörg mistök í leikjunum sem reyndist of dýrkeypt.
Í tvíliðaleiknum kepptu Anna Soffia og Hjördís Rósa á móti leikmönnum númer 3 og 4 hjá Kýpur, Themis Haliou og Maria Stylianou. Íslensku stelpurnar spiluðu mjög vel í þeim leik en töpuðu í þremur settum 6-1, 4-6 og 6-3. Þær voru gríðarlega ákveðnar í leiknum og sérstaklega upp við netið og vantaði aðeins herslumuninn upp á að stela sigrinum.
Á morgun keppir Ísland við Litháen en þær eru með gríðarlega sterkt lið og þykja sigurstranlegastar í mótinu. Það er því ljóst að það verður við ramman reip að draga. Hjördís Rósa og Hera Björk munu spila einliða- og tvíliðaleikina á móti Litháen.
Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni hér.