Íslandsmót innanhúss hefst á morgun, sumardaginn fyrsta 23.apríl og stendur fram til mánudagsins 27.apríl og er haldið í Tennishöllinni Kópavogi.
Keppt verður í mini tennis í öllum flokkum föstudaginn 24.apríl kl 15:30. Mæting kl.15.20 – þarf ekki að skrá sig, bara mæta tímanlega.
Mótskrá er hér fyrir neðan. Svo er líka hægt að fara inná HÉR til að finna nafnið sitt og sjá leiktímana sína.
Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
16 mínútum of seint = tapar leiknum
Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.
Mótstjóri er Raj Bonifacius s. 820-0825 netfang: tennis@tennis.is