Evrópumótið WOW air Icelandic Easter Open fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára var haldið í Tennishöllinni Kópavogi nú um páskana. Mjög góð þátttaka var í mótinu eða yfir 100 keppendur sem heppnaðist vel. Ellefu íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni og stóðu sig með stakri prýði. Anton Magnússon komst lengst íslensku keppendanna að þessu sinni. Hann endaði í 3.-4. sæti í 16 ára og yngri og var hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn þar sem hann tapaði undanúrslitaleiknum í oddalotu í þriðja setti á móti Vladislav Shkurskiy frá Rússlandi sem sigraði svo 16 ára og yngri. Árangur íslensku keppendanna og sigurvegarar mótsins má sjá hér fyrir neðan.
Sigurvegarar mótsins:
Drengir: 14 ára og yngri
1.sæti:Rony Martin frá Sviss
2.sæti:Nelio Rottaris frá Sviss
Stúlkur: 14 ára og yngri
1.sæti: Darja Semenistaja frá Lettlandi
2.sæti: Nadja Meier frá Þýskalandi
Drengir: 16 ára og yngri:
1.sæti: Vladislav Shkurskiy frá Rússlandi
2.sæti: Malo Jost frá Frakklandi
Stúlkur: 16 ára og yngri:
1.sæti: Viktoria Mikhaylova frá Rússlandi
2.sæti: Julia Marzoll frá Þýskalandi
Árangur íslensku krakkana:
Anna Soffía Grönholm í 16 ára og yngri:
Sigraði í 1.umferð í einliðaleik á móti Xeniu De Luna frá Þýskalandi 6:2,7:6
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Alinu Nikusina frá Lettlandi 6:1,7:5
Anton Magnússon í 16 ára og yngri:
Sigraði í 1.umferð í einliðaleik á móti Tadas Streimikis frá Litháen 6:1,6:0
Sigraði í 2.umferð í einliðaleik á móti Valentin Sebastian Peter frá Þýskalandi 6:1, 6:3
Sigraði í 3. umferð í einliðaleik á móti Gian Luca Tanner frá Sviss 7:6, 6:4
Tapaði í undanúrslitum á móti Vladislav Shkurskiyfrá Rússlandi 6:1, 0:6, 7:6
Björgvin Júlíusson í 14 ára og yngri:
Sigraði í 1.umferð í einliðaleik á móti Zachary Murphy frá Írlandi 6:3, 6:4
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Philip Nikolas Olson frá Svíþjóð 6:1,6:4
Brynjar Sanne Engilbertsson í 14 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Eric Peppard frá Lichtenstein 6:1, 6.0
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Zackary Murphy frá Írlandi 6:2, 6:2
Hekla Maria Oliver í 16 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Juliu Marzoll frá þýskalandi 6:0, 6:1
Tapaði í 2.umferð í einliðalek á móti Xenia De Luna frá Þýskalandi 6:0, 6:2
Melkorka Pálsdóttir í 16 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Marija Tumanoviciute frá Litháen 6:1,6:2
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Luana Gosteli frá Sviss 7:5, 6:2
Selma Dagmar Óskarsdóttir í 16 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Viktoriu Mikhaulovu frá Rússlandi 6:1, 6:0
Tapaði í 2.umgerð í einliðaleik á móti Lisu Friedrich frá Þýskalandi 7:6, 0:6, 10-7
Sigurjón Ágústsson í 16 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í enliðaleik á móti Tadas Streimikis frá Litháen 6:1, 6:1
Sara Lind Þorkelsdóttir 14 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Leandra Vernocchi frá Sviss 6:1, 6:2
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Tiffany Louis frá Sviss 6:3, 7:5
Sofia Sóley Jónasdóttir í 14 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð á móti Mariju Semenistaja frá Lettlandi 6:3, 6:1
Sigraði í 2.umferð á móti Magdalenu Paszkowiak frá Póllandi 6:3, 4:6, 10:3
Tapaði í 3.umferð á móti Julie Schalch frá Sviss 6:3, 6:1