27.ársþingi TSÍ sem fór fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal lauk í gærkvöldi. Engar breytingar urðu á aðalstjórn en smávægilegar breytingar á varastjórn.
Helgi Þór Jónasson var sjálfkjörinn formaður Tennissamband Íslands fimmta árið í röð. Ásta Kristjánsdóttir og Gunnar Þór Finnbjörnsson voru sjálfkjörin í aðalstjórn til tveggja ára. Fyrir sitja í aðalstjórn Þrándur Arnþórsson og Bragi Leifur Hauksson. Kosin voru áfram í varastjórn Jónas Páll Björnsson og Raj K. Bonifacius, auk þess sem Carola Frank bættist við og voru þau öll sjálfkjörin. Jón Axel Jónsson og Júlíana Jónsdóttir fara úr varastjórn.