Teitur er fyrsti Íslendingurinn til að vinna gull á ITF móti í öðlingaflokki

Teitur sigraði á sínu fyrsta ITF móti í öðlingaflokki

Teitur Ólafur Marshall tók þátt á sínu fyrsta ITF móti í öðlingaflokki 35 ára og eldri á Pattaya í Thailandi sem lauk 12.febrúar síðastliðinn. Þetta var jafnframt fyrsta ITF mótið sem Teitur tekur þátt í en hann er 35 ára gamall. Teitur gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið í einliðaleik . Hægt er að sjá úrslit úr mótinu hér.