
Day: February 16, 2015
Hjördís Rósa og Raj sigruðu á 1.stórmóti TSÍ
Fyrsta stórmót Tennissambands Íslands lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Í meistaraflokki kvenna mættust í úrslitum Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis. Hjördís Rósa sigraði Heru Björk í þremur settum 3-6, 6-3 og 6-1.