2.Stórmót TSÍ 24.-27.október

2.Stórmót TSÍ verður haldið dagana 24.-27. október næstkomandi í Tennishöllinni Kópavogi.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Mini tennis
  • Einliðaleik í barna- og unglingaflokkum (10 ára og yngri, 12 ára og yngri, 14 ára og yngri, 16 ára og yngri) og
  • Einliða- og tvíliðaleik í ITN flokki

Lágmarkslengd á hverjum leik í ITN flokki verður eitt sett upp í 9 lotur. Hægt er að spila að hámarki í tveimur einliðaleiksflokkum í barnaflokkum og í ITN einliða- og tvíliðaleiksflokki.

ITN flokkurinn hentar öllum og fara menn inn í mótið á þeim stað sem passar við þeirra getu. Ef keppandi er ekki á ITN listanum staðsetur mótstjóri keppandann á þeim stað sem hann telur vera réttast.

Mini tennis mótið verður kl. 14:30 mánudaginn 27. október.

Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan á síðunni eða í Tennishöllinni.

Þátttökugjald:
Fullorðnir: 3.000 kr.
Börn: 1500 kr

Síðasti möguleiki til að skrá sig er 21. október kl. 18:00.

Öllum keppendum er boðið til pizzaveislu og verðlaunaafhendingar mánudaginn 27.okt um fimm leytið á eftir úrslitaleik í ITN flokki sem hefst kl. 16:00.

Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan með því að fylla út í formið. Athugið að mikilvægt er að skoða lista yfir skráða keppendur þegar búið er að skrá sig til þess að vera viss um að skráning hafi tekist.

Skráningu í mótið er lokið.

Listi yfir skráða keppendur má sjá hér.