Nú er vetrartímabilið í tennis að hefjast og sömuleiðs Mótaröð TSÍ. Haldin verða fjögur stórmót TSÍ í vetur auk þess sem hið árlega Jóla- og Bikarmót Tennishallarinnar og TSÍ verður á sínum stað um jólin. Nýtt ár hefst svo á meistaramótinu og evrópumót verður haldið um páskana. Í lok apríl verður Íslandsmótið innanhúss auk fjölda annarra viðburða. Öll þessi mót verða haldin í Tennishöllinni í Kópavogi.
Viðburðir TSÍ veturinn 2014 – 2015
- 2.Stórmót TSÍ 24-27. október 2014
- Íslandsmótið í Rússa 15. nóvember 2014
- 3.Stórmót TSÍ 18-23. nóvember 2014
- Jólamót Tennishallarinnar og Bikarmót TSÍ (börn) 16-22 desember 2014
- Jólamót Tennishallarinnar og Bikarmót TSÍ (fullorðnir) 27-30 desember 2014
- Meistaramótið 2-6. janúar 2015
- 1.Stórmót TSÍ 13-16. febrúar 2015
- 2.Stórmót TSÍ 17-22.mars 2015
- Evrópumót 30.mars – 5. apríl 2015
- Íslandsmót innanhúss 23-27.apríl 2015
- Áskorendakeppni verður spiluð í vikum 38, 39, 41, 42, 45, 48, 3, 4, 6, 10, 11, 16, 19 og 20
- Kvenna tvíliðaleiksdeildin verður spiluð í vikum 40, 44, 49, 2, 5, 9, 13 og 18
(Tímasetningar á atburðum geta breyst)
Helstu viðburðir vetrarins má sjá hérna.