Mótskrá – Íslandsmót utanhúss 2014

Íslandsmót utanhúss 2014 hefst mánudaginn 11.ágúst og stendur yfir til sunnudagsins 17.ágúst. Keppt er í meistaraflokkum á tennisvöllum TFK í Kópavogi en á Þróttaravöllum í barna-, unglinga- og öðlingaflokkum.

Mótskrá fyrir alla flokka má finna hér og hægt er að sjá hvenær keppandi á leik með því að smella á nafn sitt. Einnig er hægt að sjá alla flokka með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.

Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Karlar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Kvenna Einliða
Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Karlar Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Kvenna Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Tvenndarleik
Íslandsmót Utanhúss, Y50 Karlar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, Y30 Karlar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, Y30 Karlar Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, U18 Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, U18 Strákar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U18 Stelpur Einliða
Íslansdmót Utanhúss, U16 Strákar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U16 Stelpur Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U14 Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, U14 Strákar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U14 Stelpur Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U12 Strákar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U12 Stelpur Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U10 Einliða

Keppt verður í mini tennis sunnudaginn 17.ágúst frá kl 9:30-11:00 á Þróttaravöllum. Hægt er að skrá sig til og með mánudagsins 11.ágúst með því að senda tölvupóst á raj@tennis.is

Reglur og aukaupplýsingar um mótið.

Þátttökugjald:
Einliðaleikur 1.500 kr. (Míni Tennis); 2.000 kr. barna / unglinga; 3.000 kr. meistara / öðlinga
Tvíliðaleikur 1.500 kr./mann barna / unglinga; 2.000 kr. meistara / öðlinga

Lokahóf – Verðlaunafhending og léttar veitingar verða sunnudaginn 17.ágúst kl. 12 í Þróttarheimilinu.

Mótstjórar:
Meistaraflokkar – Grímur Steinn Emilsson, netfang:grimur@tennishollin.is, s. 564-4030
Öðlingaflokkar – Steinunn Garðarsdóttir netfang:tennismot@gmail.com s:861-1828
Barna- og unglingaflokkar – Raj K. Bonifacius netfang: raj@tennis.is, s: 820-0825

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.