
Raj ásamt mótspilara sínum frá Georgíu
Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í dag gegn Georgíu en laut í lægra haldi 3-0.
Raj K. Bonifacius spilaði fyrsta leikinn á móti leikmanni númer fjögur hjá Georgíu hinum 16 ára Aleksandre Bakshi. Raj átti ágætis leik en tapaði 6-2 og 6-2.
Í öðrum leiknum spilaði Magnús Gunnarsson á móti Giorgi Javakhishvili og tapaði 6-0 og 6-1. Georgíumaðurinn er númer 1579 í heiminum og var einfaldlega of sterkur fyrir Magnús sem spilaði þó vel á köflum.

Raj og Hinrik ásamt mótspilurum sínum frá Georgíu í tvíliðaleik
Í tvíliðaleiknum kepptu Raj og Hinrik Helgason á móti Aleksandre Bakshi og Giorgi Javakhishvili en þetta var jafnframt fyrsti leikur Hinriks á Davis Cup.
Á morgun keppir Íslands seinni leikinum í sínum riðli á móti Svartfjallalandi.

Magnús og Giorgi frá Georgíu