
Magnús spilaði á móti besta leikmanni Armeníu
Ísland lauk þátttöku sinni á Davis Cup í dag með 2-0 tapi gegn Armeníu og endaði þar með í 11.-12.sæti.
Magnús Gunnarsson spilaði fyrsta leikinn á móti besta leikmanni Armeníu, Ashot Gevorgyan, og tapaði 6-0 og 6-0. Hinrik Helgason spilaði svo seinni einliðaleikinn á móti Mikayel Avetisyan sem er númer 1814 í heiminum. Hinrik komst yfir 2-0 í fyrsta setti en tapaði svo leiknum 6-2 og 6-1.
Þar sem þetta var síðasti leikurinn í mótinu og úrslitin voru ljós eftir einliðaleikina þá var ekki þörf á að spila tvíliðaleikinn og því endaði viðureignin 2-0 fyrir Armeníu.

Hinrik spilaði á móti Mikael Avetisyan frá Armeníu