
Anton mun ferðast með úrvalsliði TennisEurope í sumar
Anton J. Magnússon sem endaði í 2.sæti á mótaröð þróunarmeistaramóts Evrópu fyrir 14 ára og yngri í síðustu viku varð fyrstur Íslendinga til að verða valinn inní úrvalslið Evrópu tennissambandsins með ótrúlega góðum árangri sínum á mótinu. Hann mun því ferðast með úrvalsliðinu í sumar í kringum Evrópu og keppa á 4-5 stórmótum Evrópu tennissambandsins. Anton, sem er án efa efnilegasti tennisspilari Íslands, býr á Spáni og æfir þar af miklum krafti í „Ferrer Academy“ rétt fyrir utan Valencia.