Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar fögnuðu sigri í karla- og kvennaflokki á Meistaramóti Tennissambands Íslands sem lauk á þriðjudaginn.
Birkir mætti Rafni Kumar Bonifacius úr Víkingi í spennandi úrslitaleik og sigraði í tveimur settum eftir mikla baráttu 7-5 og 6-4. Vladimir Ristic hafði svo betur gegn Milan Kosicky 7-6 og 7-5 í hörkuspennandi leik um þriðja sætið en báðir eru þeir úr Tennisfélagi Kópavogs.
Hjördís Rósa mætti Önnu Soffiu Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs í mjög jöfnum og spennandi leik sem fór í þrjú sett 6-2, 4-6 og 6-3. Hera Björk Brynjarsdóttir úr Fjölni hafði betur gegn Sofiu Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs 6-1 og 6-1 í leik um þriðja sætið.
Að loknum úrslitaleikjum í kvennaflokku var verðlaunaafhending fyrir karla- og kvennaflokka. Tennishöllin gaf keppendum í efstu þremur sætum í hvorum flokki tennisskó í verðlaun og Raj K. Bonifacius gaf þeim tennisstrengi og strengingu.
Tennissamband Íslands þakkar þeim sem veittu verðlaun, keppendum fyrir þátttökuna og dómurum fyrir þeirra starf.
Hægt er að skoða öll úrslit úr mótinu með tenglunum hér fyrir neðan.
Hér er linkur inná mót – http://www.tournamentsoftware.com/sport/events.aspx?id=02C719B5-5EB6-4664-B6DB-0CFD86314812
Karlarflokkur – http://www.tournamentsoftware.com/sport/event.aspx?id=02C719B5-5EB6-4664-B6DB-0CFD86314812&event=1
Kvennaflokkur – http://www.tournamentsoftware.com/sport/event.aspx?id=02C719B5-5EB6-4664-B6DB-0CFD86314812&event=2
Leikmenn- http://www.tournamentsoftware.com/sport/players.aspx?id=02C719B5-5EB6-4664-B6DB-0CFD86314812
Tímasetning leikjanna- http://www.tournamentsoftware.com/sport/matches.aspx?id=02C719B5-5EB6-4664-B6DB-0CFD86314812