Hjördís Rósa og Rafn Kumar sigruðu á 4.Stórmóti TSÍ

Hjördís Rósa og Anna Soffia mættust í úrslitaleik kvenna

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og Rafn Kumar Bonifacius úr Víkingi sigruðu í kvenna- og karlaflokki í ITN styrkleikaflokki á 4. Stórmóti TSÍ.

Hjördís Rósa mætti Önnu Soffiu Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs í úrslitaleik meistaraflokks kvenna. Hjördís Rósa sigraði í þremur settum 5-7, 6-3 og 6-1 í jöfnum og spennandi leik.

Feðgarnir Rafn Kumar og Raj K Bonifacius úr Tennisdeild Víkings mættust í úrslitaleik meistaraflokks karla. Rafn Kumar lagði Raj að velli í tveimur settum 6-4 og 6-3.

Feðgarnir Rafn Kumar og Raj mættust í úrslitaleik karla

Alls voru 68 keppendur á mótinu og var keppt í mini tennis, 10 ára og yngri, 12 ára og yngri og ITN styrkleikaflokki. Barnaflokkarnir klárast á þriðjudag og verður þá verðlaunaafhending og pizzaveisla fyrir sigurvegara mótsins kl 18:30 í Tennishöllinni Kópavogi.

Mini tennis