Íslandsmóti utanhúss í meistaraflokki karla og kvenna lauk í gær með úrslitaleikjum í einliðaleik karla og kvenna.
Í úrslitaleik einliðaleik kvenna mættust Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hjördís Rósa vann Önnu Soffíu í tveimur settum 6-3 og 6-1. Þetta er annar Íslandsmeistaraitill Hjördísar utanhúss en hún varð einnig Íslandsmeistari utanhúss 2011.
Í úrslitaleik einliðaleik karla mættust Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings. Birkir sigraði 6-4 og 6-3 og varði þar með Íslandsmeistaratitil sinn sem hann vann í fyrsta skipti í fyrra.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hjördís Rósa og Anna Soffia þær Hebu Sólveig Heimisdóttir og Ingibjörgu Önnu Hjartardóttur 6-0 og 6-0 í úrslitaleiknum.
Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla urðu Birkir Gunnarsson og Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings. Þeir sigruðu Hinrik Helgason og Vladimir Ristic í úrsitaleiknum 6-1 og 6-0.
Öll úrslit í mótinu má sjá hér.
Íslandsmót utanhúss í barna-,unglinga- og öðlingaflokki hefst á morgun