Reykjavik Open U16 tennismótið kláraðist á föstudaginn í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótið er hluti af mótaröð Evrópska Tennissambandsins og voru samtals 35 keppendur frá 13 löndum skráðir til leiks, þar af voru 10 íslenskir keppendur. Keppt var í einliða- og tvíliðaleik. Vegna veðurs var mótið fært frá tennisvöllum Víkings (útivellir) til Tennishallarinar í Kópavog (innivellir).
Sigurvegari í einliðaleik stelpna var Emily Appleton frá Bretlandi. Hún vann samlanda sinn Georgia Walker í úrslitaleiknum. Í tvíliðaleik stelpna sigruðu þær Emily Appleton og Alexandra Walker frá Bretlandi.
Í strákaflokki sigraði Mikhail Sokolovskiy frá Rússlandi. Í tvíliðaleik sigruðu Sokolovskiy og Andrey Landgraf, báðir frá Rússlandi.
Egill Sigurðsson og Hekla María Jamila Oliver stóðu sig best á meðal Íslendinginna. Egill nældi sér í 30 stig inná Evrópska stigalistann og Hekla María komst í úrslit í einliða í B-keppninni