
Miðnæturmót Víkings 2013
Miðnæturmót Víkings lauk í gærkvöldi. Þrettán þáttakendur tóku þátt í mótinu og voru á aldrinum 9 ára upp í 41.árs. Keppt var í tvíliðaleik þar sem fólk skipti um með- og mótspilara í hverri umferð og voru spilaðar fimm umferðir. Um miðbik keppninnar fengu keppendur grillmat og í lok keppninnar fengur allir verðlaun úr happadrætti auk þess sem efstu þrír keppendur fengu aukaverðlaun.
Sigurvegari mótsins var Rafn Kumar Bonifacius, í öðru var Ingimar Pálsson og í þriðja sæti Oscar Uscategui.