
Birkir og Rafn Kumar á móti Kýpur
Í dag fór fram þriðji leikdagur á Smáþjóðaleikunum. Rafn Kumar og Birkir kepptu á móti Kýpverjunum Petros Chrysochos og Sergios Kyratzis. Leikurinn var jafn og spennandi en Kýpur sigraði 6:4 og 6:4.
Hjördís Rósa og Iris kepptu á móti Roseanne Dimech og Elaine Genovese frá Möltu um sæti í úrslitunum. Stelpurnar áttu góðan leik en lutu í lægra haldi 4-6 og 2-6.
Á morgun keppa stelpurnar á móti Lúxemborg um bronsverðlaun í tvíliðaleik kvenna.