Fyrsti sigur Birkis í einliðaleik á Davis Cup

Birkir Gunnarsson sigraði Bradley Callus frá Möltu 6-4 og 6-1

Vladimir Ristic spilaði fyrsta leikinn á móti sterkasta leikmanni Möltu Matthew Asciak. Þetta var fyrsti landsleikur Vladimirs á Davis Cup og spilaði hann vel á móti sterkum andstæðingi sínum. Vladimir tapaði leiknum 6-2 og 6-0.

Í öðrum leiknum spilaði Birkir Gunnarsson á móti Bradley Callus og sigraði 6-4 og 6-1 í góðum leik. Birkir var undir 3-0 í fyrsta settinu en kom svo gríðarlega sterkur tilbaka og sigraði örugglega. Þetta var jafnfram fyrsti sigur Birkis í einliðaleik á Davis Cup.

Í tvíliðaleiknum kepptu Birkir og Rafn Kumar Bonifacius á móti Matthew Asciak og Bernard Cassar Torregiani. Íslensku strákarnir byrjuðu mjög vel og komust í 4-2 í fyrsta setti og hefðu getað komist í 5-2 með því að vinna eitt stig en það tókst ekki og þeir töpuðu leiknum 6-4 og 6-2.

Á morgun keppir Ísland við Armeníu um 9-12 sætið. Þeir eru búnir að tapa sínum báðum leikjum líkt og Ísland.

Úrslit í öllum riðlunum má sjá hér.