Dómaranámskeið TSÍ 10.-13.júní 2013

Dómaranámskeiðið er fyrir alla sem eru fæddir árið 2000 og fyrr sem áhuga hafa á að rifja upp tennisreglurnar og læra að dæma – bæði sem línudómari og/eða stóldómari. Bæði er um
bóklega og verklega kennslu að ræða ásamt prófi (með hjálpargögn) í lokinni.
Kennslan fer fram í Tennisklúbb Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík.

Mánudaginn, 10.júní kl. 18 – 20 (Bóklegt)
Þriðjudaginn, 11.júni kl. 18 – 20 (Bóklegt)
Miðvikudaginn, 12.júní kl.18 – 20 (Inn á velli)
Fimmtudaginn, 13.júní kl.18 – 20 (Próf með hjálpargögnum)

Síðasti skráningardagur er fimmtudaginn, 6.júní. Námskeiðið stendur öllum til boða og er að
kostnaðarlausu.

Konur eru sérstaklega hvattar til að mæta enda vantar fleiri kvendómara í hreyfinguna.

Kennari námskeiðsins er Raj K. Bonifacius.

Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan eða í síma 820-0825 og í Tennishöllinni Kópavogi. Athugið að mikilvægt er að skoða lista yfir skráða keppendur hér fyrir neðan til að vera viss um að skráning hafi tekist.

Listi yfir skráða má sjá hér.


Sóttvarnarreglur

Tennisdagatal TSÍ!