Birkir og Hjördís Rósa sigruðu á 2.Stórmóti TSÍ

2.Stórmót TSÍ lauk í gær í Tennishöllinn Kópavogi. Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar sigruðu í karla- og kvenna ITN styrkleikaflokki.

Birkir sigraði Raj K.Bonifacius úr Tennisdeild Víkings í úrslitaleik karlaflokki. Raj vann fyrsta settið 6-3 en Birkir kom sterkur tilbaka og vann annað settið 6-2 en Raj þurfti að gefa þriðja settið.

Hjördís Rósa sigraði Sofiu Sóley Jónasdóttur úr Tennisfélagi Kópavogs 9-1 í úrslitaleik kvennaflokki.

Í 12 ára og yngri stelpur sigraði Sofia Sóley Jónasdóttir – TFK
Í 12 ára og yngri srákar sigraði Ívan Kumar Bonifacius – Víkingur 
Í 10 ára og yngri stelpur sigraði Vanessa Heimisdóttir – TFK
Í mini tennis sigraði Davíð Þór Ásgeirsson – TFG

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér og siguvegara hér.