Sverrir Bartolozzi útnefndur íþróttamaður UMFÁ 2012

Sverrir er íþróttamaður UMFÁ 2012

Sverrir Bartolozzi var  útnefndur íþróttamaður UMFÁ 2012 síðastliðinn fimmtudag. Venjan er að afhenda verðlaunin um leið og íþróttamaður Álftaness er krýndur en þar sem Sverrir var veðurtepptur fyrir norðan var ákveðið að fresta því um stund.

Sverrir er margfaldur Íslandsmeistari í tennis og er í landsliði Íslands. Hann stundar einnig knattspyrnu með Haukum. Sverrir er góð fyrirmynd innan vallar sem utan og er vel að þessu kominn. Þetta er í annað sinn sem hann er útnefndur íþróttamaður UMFÁ.