Raj og Hjördís Rósa sigruðu á Luxilon 5.stórmóti TSÍ

Feðgarnir Raj (1.sæti) og Rafn Kumar (2.sæti)

Luxilon 5. Stórmót TSÍ lauk á sunnudaginn með úr úrslitaleikjum í kvenna- og karlaflokki. Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sigraði son sinn Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings 0-6, 7-2 og 6-2. Í þriðja sæti var Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar en hún sigraði Ástmund Kolbeinsson úr Tennisfélagi Kópavogs 6-3 og 6-1.

Úrslit í ITN tvíliðleik voru eftirfarandi:

TVÍLIÐA

 1. Hinrik Helgason / Raj K. Bonifacius
 2. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir / Anna Soffía Grönholm
 3. Einar Óskarsson / Óskar Valentin Grönholm

Úrslit í krakkaflokkum voru eftirfarandi:

Hjördís Rósa (3.sæti) og Ástmundur (4.sæti)

U12 Stelpur

 1. Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir
 2. Sofia Sóley Jónasdóttir
 3. Eliza Jónsdóttir

U12 Strákar

 1. Ívan Kumar Bonifacius
 2. Kjartan Örn Styrkarsson
 3. Daniel Stefanowicz

U10 Börn

 1. Ívan Kumar Bonifacius
 2. Brynjar Sanne Engilbertsson
 3. Kjartan Örn Styrktarson

Ívan Kumar sigraði MINI tennis flokkinn.

Nánari úrslit má sjá hér  fyrir neðan: