Landsliðskonan Iris Staub æfir og keppir fyrir Grün-Weiß Nikolassee í Berlín. Sumartímabilinu er nú lokið, en kvennaliðið sem er í Austur-deildinni endaði í 3.sæti með jafn marga sigra og liðið sem lenti í 2.sæti. Það voru því einungis fjöldi sigraðra lota sem skáru þar um og lið Irisar var hársbreidd frá því að ná 2.sætinu og stíga þar með upp í 3.deild.
Fyrr í sumar sigraði Iris á Pro Team Tennis Academy Cup mótinu í Frankfurt. Keppendum var skipt í tvo riðla. Iris lenti í sterkari riðlinum með sigurstranglegasta leikmanni mótsins, Janina Berres sem er í 247.sæti þýska kvennalistans. Í viðureigninni á móti Janina, spilaði Iris mjög vel og sigraði eftir spennandi leik 6-0, 3-6 og 6-3. Í úrslitaleiknum mættust Iris og Michelle Van Lier sem er númer 443 á þýska listanum. Iris sigraði örugglega í tveimur settum 6-2 og 6-3.