Fimmta og síðasta mótið, VÍKINGS mótið, í sumarmótaröð Víkings lauk í gærkvöldi. Þá mættust í úrslitaleiknum Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings og Hinrik Helgason úr Tennisfélagi Kópavogs. Rafn Kumar hafði betur í tveimur settum 6-2 og 6-1. Við þennan sigur færist Rafn Kumar upp í efsta sæti Stigalista TSÍ í karlaflokki og Hinrik fer upp um tvö sæti.
Í þriðja sæti var Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs en hún sigraði Ingimar Jónsson í leiknum um þriðja sætið.
Í B-keppninni sigraði Sigurjón Ágústsson.
Öll önnur úrslit í mótinu má sjá hér.