
Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sigraði mótið með því að leggja Stefán Reyni Pálsson í úrslitaleiknum 6-3 og 6-0. Í þriðja sæti var Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings en hann sigraði Sverri Bartolozzi UMFÁ 6-1 og 6-2.
Í B-keppninni sigraði Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar. Hún lagði Ingimar Jónsson 9-8 í úrslitaleiknum.
Öll úrslit úr mótinu má sjá hér.
Næsta mót í mótaröð Víkings, WILSON ITN mótið, hefst í dag á Tennisvöllum Víkings. Nánari upplýsingar og mótskrá má sjá hér.