Tennismótaröð Víkings í sumar hefst 4.júní

Vertu með í ITN Sumarmótaröð Víkings í Tennis 2012. Fimm mót og verðlaun 100.000 kr. virði frá HEAD, WILSON, TOURNAGRIP OG LUXILON. Allir sem taka þátt hafa möguleika á að vinna – því oftar sem þú keppir því meiri líkur á að vinna. Hver kepptur leikur = 1 miði í happadrættispottinn.

Markmið með ITN styrkleikaflokknum er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri umferð. Allir nýir þátttakendur fá ITN númer miðað við mat mótstjórans og svo verður númerið uppfært eftir mótið.

HEAD Mótið, 4.-7.júní
WILSON Mótið,11. – 14.júní
TOURNAGRIP Mótið, 25. -28.júní
LUXILON Mótið, 2. – 5.júlí
VÍKINGS Mótið, 9. – 12.júlí

Mót hefjast kl.16.30 á hverjum degi og enginn leikur settur á eftir kl.21.30.

Mótsgjald mótaröð – 7.000 kr. / fædd 1996 & yngri; 11.000 kr. eldri
Mótsgjald einstaka mót – 2.000 kr. / fædd 1996 og yngri; 3.000 kr. eldri

SKRÁNING ER HAFIN Á WWW.TENNIS.IS

Öll mótin  verða spiluð á Tennisvöllum Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík. 

Mótstjóri: Raj K. Bonifacius, s.820-0825 tennis@tennis.is