Tap gegn geysisterku liði Noregs í fyrsta leik

3-0 tap gegn sterku liði Noregs í fyrsta leik

Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í gær en laut í lægra haldi fyrir geysisterku liði Noregs. Ísland lenti í fjögurra liða riðlinum með Noregi, Grikklandi og Möltu.

Andri Jónsson spilaði við Stian Boretti og tapaði 6-0 og 6-1 en Boretti er mjög sterkur tennisspilari og var númer 375 í heiminum fyrir nokkrum árum.

Birkir Gunnarsson spilaði við Erling Tveit og tapaði 6-0 og 6-0 en Tveit var númer 489 í heiminum fyrir nokkrum áru.

Í tvíliðaleik spiluðu Andri og Birkir á móti Joachim Bjerke og Carl Sundberg. Þetta var í fyrsta sinn sem Andri og Birkir spila saman í tvíliðaleik og þeir töpuðu 6-2 og 6-3. Leikurinn var þó jafnari en tölurnar gefa til kynna og vantaði lítið upp á að þeir myndu ná að vinna sett.

Ísland spilar við Grikkland í dag en Grikkir unnu Möltu sannfærandi 3-0 í gær.