Ísland lauk þátttöku á Davis Cup á föstudaginn með 1-2 ósigri gegn Möltu.
Andri Jónsson gaf Íslandi 1-0 forskot með því að sigra Denzil Agius í hörkuleik 6-4, 4-6 og 6-4. En það var ekki nóg því spilandi þjálfari Möltu, Matthew Asciak jafnaði metin með því að sigra Birki Gunnarsson örugglega 6-0 og 6-0.
Tvíliðaleikurinn skar því úr um hvort liðið færi með sigur af hólmi. Matthew Asciak og Mark Gatt sigruðu Andra Jónsson og Magnús Gunnarsson 6-1 og 6-3. Ísland endaði þar með í síðasta sæti þar sem þeir unnu engan leik á mótinu. Litháen og Búlgaría fóru upp um deild.
Lokaniðurstaðan var því eftirfarandi:
1= Litháen, Búlgaría, 3= Grikkland, Makedónía, 5= Noregur, Georgía, 7= Andorra, Armenía, 9= Malta, Svartfjallaland, 11= San Maríno, Albanía, 13. Ísland