Karlalandsliðið komið til Sofiu á Davis Cup

Magnús Gunnarsson (t.v.), Andri Jónsson spilandi þjálfari (fyrir miðju) og Birkir Gunnarsson (t.h.)

Karlalandslið Íslands er komið til Sofiu í Búlgaríu þar sem það keppir á  Davis Cup í 3.deild Evrópuliði. Þetta er sautjánda skiptið í röð sem Ísland keppir á Davis Cup eða allt frá árinu 1996.

Keppnin hefst á miðvikudaginn 2.maí og er leikið til laugardagsins 5.maí. Keppt er á leirvöllum utandyra.

Þrettán þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Albanía, Andorra, Armenía, Búlgaría,l Georgía, Grikkland, Litháen, Makedónía, Malta, Svartfjallaland, Noregur og San Marínó. Noregur, Búlgaría, Georgía, Grikkland, Litháen og Makedónía eru allt þjóðir með mikla tennishefð. En svo taka einnig þátt þjóðir eins og Malta, San Marínó og Andorra þar sem okkar möguleikar eru betri. Íslenska liðið er tilbúið í slaginn og ætlar að leggja allt í sölurnar til að bæta stöðu Íslands sem er númer 98 á heimslistanum sem stendur.

Keppt er í fjórum riðlum. Þremur þriggja liða riðlum og einum fjögurra liða riðli. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild.

Íslenska karlalandsliðið er þannig skipað í ár: Andri Jónsson BH (spilandi þjálfari) og bræðurnir Birkir Gunnarsson TFK og Magnús Gunnarsson TFK.