Meistaramótið hefst í dag

Meistaramótið hefst í dag þar sem bestu tennisspilarar landsins í kvenna og karlaflokki etja kappi. Þetta er annað árið í röð sem Meistaramótið er haldið á vegum TSÍ og er haldið í Tennishöllinni í Kópavogi.

Búið er að raða í riðla í karlaflokki. Keppt er í tveimur riðlum og er raðað í þá eftir styrkleika.

A – Riðill
Birkir Gunnarsson – TFK
Vladimir Ristic – TFK
Jón Axel Jónsson – TFK
Hinrik Helgason – TFK

B – Riðill
Rafn Kumar Bonifacius – Víkingur
Ástmundur Kolbeinsson – Víking
Davíð Elí Halldórsson – TFK
Sverrir Bartolozzi – UMFÁ

Fyrstu leikirnir eru spilaðir í dag og eru eftirfarandi:

Mánudaginn 2.janúar kl. 13:30
Birkir Gunnarsson- Hinrik Helgason
Ástmundur Kolbeinsson – Davíð Elí Halldórsson

Mánudaginn 2.janúar kl. 15:30
Vladimir Ristic – Jón Axel Jónsson
Rafn Kumar Bonifacius- Sverrir Bartolozzi

Eftir er að raða í riðla í kvennaflokki.

Laugardaginn 7.janúar kl 19:00 verða úrslitaleikirnir og strax á eftir hefst uppskeruhátíð með mat og verðlaunaafhendingu.

Veislan er fyrir alla sem áhuga hafa á tennis á Íslandi.

Verð fyrir fullorðna er kr. 1500 og 500 fyrir börn.

Hægt er að skrá sig á uppskeruhátíðina hér.

Mótstjóri er Þrándur Arnþórsson s. 821-3919.