Framkvæmdastjóri þróunarmála tennis í Evrópu í heimsókn

Hrovje Zmajic

Hrvoje Zmajic, framkvæmdastjóri þróunarmála tennis í Evrópu (ITF/Tennis Europe Development Officer), kom hingað til lands 12.-15.september á vegum Tennissamband Íslands.

Búið var að skipuleggja heimsókn Hrovje til hins ýtrasta og koma á fundum með öllum helstu aðilum er koma að tennisíþróttinni á Íslandi.

Hrovje átti góðan fund með stjórn Tennissambandi Íslands þar sem meðal annars var rætt um þróun tennismála á Íslandi. Hann hélt námskeið fyrir tennisþjálfara, fylgdist með þjálfun fjögurra bestu spilara U9 og U13 ára og hvernig ólíkir tennisþjálfarar þjálfa á æfingum í Tennishöllinni.

Hann átti einnig fund með ÍSÍ þar sem rætt var meðal annars um tennisaðstöðu á Íslandi. Auk þess hitti hann fulltrúa frá Háskóla Íslands þar sem ákveðið var að keyra tenniskennslu inn í íþróttadeildina við Háskóla Íslands (Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni) fyrir skólaárið 2012-2013. Alþjóða tennissambandið mun útvega 25 tennisspaða, bolta og mini-tennisnet fyrir háskólann ásamt kennsluefninu.

Þessi heimsókn var mjög góð og mun reynsla og þekking Hrovje vafalaust aðstoða Tennissambandið við að byggja upp tennisíþróttina á Íslandi.