Month: August 2011
Skráning í Íslandsmót utanhúss-Meistaraflokkar
Íslandsmót utanhúss í meistaraflokkum verður haldið á Tennisvöllum Kópavogs 9.- 13. ágúst næstkomandi.
Spilað verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.
Hægt er að skrá sig hér á síðunni eða með því að hafa samband við mótstjóra í gegnum tölvupóst eða síma. Read More …
Ástmundur sigraði Miðnæturmót Víkings
Hið árlega Miðnæturmót Víkings var haldið 3.ágúst síðastliðinn. Mótið tókst vel og voru spilaðar sjö umferðir af tvíliðaleik þar sem skipt var um tvíliðaleiksspilara í hverri umferð. Þátttakendur voru 8 talsins og var spilað á 2 völlum í 3 klukkutíma – með smá hléi fyrir 200 gramma hamborgara.
Fimm íslenskir tennisspilarar á verðlaunapall á Espergærde Open
“Espergærde Open” mótinu í Danmörku lauk núna síðastliðinn sunnudag með glæsibrag þar sem 5 íslenskir keppendur komust á verðlaunapall. Sofía Sóley Jónasdóttir sem er einungis 8 ára gömul lenti í öðru sæti í 10 ára og yngri stelpna þar sem hún tapaði 6-2 6-3 í
Íslensku tenniskrakkarnir enduðu mótið í Köge með stæl
Köge Sommer Cup endaði í gær með góðum árangri íslensku tenniskrakkana sem eru á keppnisferðalagi í Danmörku. Anna Soffía Grönholm sigraði 12 ára og yngri flokkinn örugglega gegn Hönnuh Viller Möller í úrslitum 6-2 6-0. Melkorki I. Pálsdóttir var í öðru sæti í b-keppninni í