Hið árlega Miðnæturmót Víkings var haldið 3.ágúst síðastliðinn. Mótið tókst vel og voru spilaðar sjö umferðir af tvíliðaleik þar sem skipt var um tvíliðaleiksspilara í hverri umferð. Þátttakendur voru 8 talsins og var spilað á 2 völlum í 3 klukkutíma – með smá hléi fyrir 200 gramma hamborgara. Ástmundur Kolbeinsson sigraði mótið með því að vinna allar 7 umferðirnar og samtals 34 lotur.
Í öðrum sætum urðu:
| Sæti | Keppendur | Leikir Unnið | Lotur | 
| 1 | Ástmundur Kolbeinsson | 7 | 34 | 
| 2 | Hjördís Rósa Guðmundsdóttir | 5 | 28 | 
| 3 | Anthony Mills | 4 | 23 | 
| 4 | Ragna Sigurðardóttir | 3 | 22 | 
| 5 | Bjarni Jóhann Þórðarson | 3 | 16 | 
| 6 | Gunnar Ingi Ófeigsson | 2 | 15 | 
| 7 | Ívan Kumar Bonifacius | 2 | 14 | 
| 8 | Sigurjón Ágústsson | 2 | 10 | 

 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									 
									