Miðnæturmót Víkings í tennis sem átti að fara fram í gærkvöldi var frestað vegna veðurs og verður því haldið á Víkingsvöllum miðvikudagskvöldið 3.ágúst kl 19:00.
Mótið hentar öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Dregið verður saman í stutta tvíliðaleiki, þannig að með- og mótspilarar eru sjaldan þeir sömu. Í lokin eru allar unnar lotur taldar saman.
Mótsgjald 3.000 kr. Matur og drykkur er innifalið. Bikar, medallíur og tennisvörur frá Wilson í verðlaun.
Skráið ykkur sem fyrst – bara 16 manns komast inn í þessa keppni. Skráning verður staðfest frá þeim sem leggja 3.000 kr. inná Tennisklúbb Víkings, reikningsnúmer 313-26-10610, kennitala 700688-1439.
Skráning á tennis.is/skraningar og í síma 820-0825.