Skemmtimót Þróttar 2.júní 2011 uppstigningardag

Skemmtimót verður haldið á tennisvöllum Þróttar á fimmtudaginn kemur, 2. júní.

Spilaðir eru stuttir tvíliðaleikir og skipt oft um meðspilara og mótherja. Unnar lotur hvers og eins eru taldar saman í lokin, en aðalatriðið að vera með. Allir eru hvattir til
að vera með, jafnt byrjendur sem lengra komnir og ungir sem aldnir!

Í hádeginu er boðið upp á hressingu.

Mótið er öllum opið, mótsgjald er 1.000 kr. en frítt fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld hjá Þrótti.

Mótsstýra er Steinunn Garðarsdóttir og mælst er til að þátttaka sé tilkynnt til hennar, á netfangið steinunn76@hotmail.com