Nú er sumartímabilið í tennis að hefjast og tennisklúbbarnir farnir að opna útivelli sína. TSÍ mun halda Íslandsmót utanhúss í ágúst auk þess sem það mun halda tvö Evrópumót í byrjun júní. Einnig munu nokkrir tennisklúbbar halda mót í sumar á sínum útivöllum.
Mótaröð sumarsins:
Evrópumót U14 – Kópavogur Open 30.maí – 5.júní 2011
Skemmtimót Þróttar 2.júní 2011
Evrópumót U16 – Icelandic Coca Cola Open 6.-12.júní 2011
Babolat mót TFK og Tennishallarinnar 29.júní – 3.júlí 2011
Víkingsmótið 8.-10.júlí 2011
Opið Stórmót Þróttar og Fjölnis 21.-24.júlí 2011
Íslandsmót utanhúss
– Meistaraflokkur á völlum TFK, 10.-14. ágúst 2011
– Börn og unglingar á völlum Víkings, 16.-21. ágúst 2011
– Öðlingar á völlum Þróttar, 16.-21. ágúst 2011