Month: March 2011
Hjördís Rósa og Vladimir á Þróunarmóti U14
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Vladimir Ristic voru valin til að keppa fyrir Ísland á Þróunarmóti fyrir 14 ára og yngri á Antalaya í Tyrklandi. Þróunarmótin eru tvö og kláraðist fyrra mótið síðastliðin miðvikudag. Jón Axel Jónsson tennisþjálfari er með þeim í för. Hjördís Rósa og
Leiðbeinendanámskeið í stafgöngu
Laugardaginn 2. apríl stendur ÍSÍ fyrir leiðbeinendanámskeiði sem gefur réttindi til kennslu í stafgöngu (skv. stöðlum Alþjóða stafgöngusambandsins). Námskeiðið verður haldið í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og stendur frá kl. 9:00 – 17:00. Námskeiðið er ætlað fagfólki s.s. íþróttakennurum, sjúkraþjálfurum, hjúkrunarfræðingum, þroskaþjálfum, iðjuþjálfum
3. Stórmót TSÍ 2.-4. apríl 2011
3.Stórmót TSÍ verður haldið 2.-4.apríl næstkomandi í Tennishöllinni Kópavogi.
Mótinu er skipt í eftirfarandi fjóra flokka:
- “Mini Tennis” fyrir þá yngstu (fæddir árið 2001 eða yngri)
- Barnaflokkar (10 & 12 ára og yngri)
- ITN Styrkleikaflokkur sem er opinn fyrir öllum
- ITN Tvíliðaleikur (styrkleikaskipt)
Birkir og Jón Axel sigruðu örugglega í tvíliðaleik á 2.Stórmóti TSÍ
Tvíliðaleiksmótinu á 2.Stórmóti TSÍ lauk 5.mars síðastliðinn. Birkir Gunnarsson (TFK) og Jón Axel Jónsson (UMFÁ) sigruðu örugglega með því að leggja Hinrik Helgason (Víking) og Rafn Kumar Bonifacius (Víking) 6-1 og 6-0 í úrslitaleiknum. Í þriðja sæti voru Kjartan Pálsson og Vladimir Ristic. Úrslitin má
Raj er elsti tennisspilari til að vinna leik í Davis Cup árið 2010
Íslenski landsliðsmaðurinn Raj K. Bonifacius komst í sögubækur ITF nú á dögunum. Raj sem verður 42 ára gamall á árinu, var elsti tennisspilari til að vinna leik á Davis Cup árið 2010. Yngsti tennisspilarinn til að vinna leik á Davis Cup árið 2010 var Aleksandr
Tennis í Fjallabyggð
Í íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði eru tennisæfingar tvisvar í viku undir leiðsögn þjálfarans Axels Péturs Ásgeirssonar. Þar æfa 16 krakkar að staðaldri bæði frá Ólafsfirði og Siglufirði. Sunnudaginn 21.febrúar síðastliðin kom hinn reynslumikli tennisþjálfari Raj K. Bonifacius og kenndi krökkunum ásamt þjálfara þeirra. Vel var mætt
Mótskrá fyrir tvíliðaleiksmótið á 2.Stórmóti TSÍ
Tvíliðaleiksmótið á 2.Stórmóti TSÍ verður haldið annað kvöld frá kl 20:30 í Tennishöllinni í Kópavogi. Hér má sjá mótskrá fyrir tvíliðaleiksmótið. Read More …
Rafn Kumar sigraði á 2.Stórmóti TSÍ
2. Stórmót TSÍ 2011 lauk í gær. Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sigraði Davíð Halldórsson úr Tennisfélagi Kópavogs örugglega 6-2 6-0 og landaði þar með sínu fyrsta TSÍ stórmóti í opnum ITN flokki í einliðaleik. Leikurinn var frekar jafn í byrjun, en þegar staðan