Raj sigraði í þremur settum í úrslitaleiknum á 1.Stórmóti TSÍ

Verðlaunahafar á 1.Stórmóti TSÍ

Fyrsta stórmóti Tennissamband Íslands 2011 lauk í gær með úrslitaleik Raj K. Bonifacius og sonar hans Rafn Kumars Bonifacius. Rafn Kumar byrjaði betur, spilaði öruggt meðan Raj var að klikka á mikilvægum stigum og vann fyrsta settið 6-3. Raj fór svo að spila mun betur og vann næstu tvö sett 6-0 og 6-0.

Leikurinn um þriðja sætið milli Rúriks Vatnarssonar og Ástmundar Kolbeinssonar var mjög jafn. Ástmundur vann fyrsta settið frekar örugglega 6-2. Annað settið var mjög jafnt og fór í oddalotu sem Rúrik vann 7-4. Ástmundur náði snemma forskoti í þriðja setti og vann 6-3 að lokum eftir tveggja klukkustunda leik.

Önnur úrslit úr mótinu má sjá hér: