Í dag var spiluð þriðja og síðasta umferð í riðlakeppni meistaramótsins í tennis. Mótið er haldið í Tennishöllinni Kópavogi.
Úrslit urðu þessi:
Andri vann Jón Axel 7-6 og 6-3
Arnar vann Birki 6-0 og 6-0
Rafn Kumar vann Vladimir 6-0 og 6-0
Ástmundur gaf leikinn við Davíð
Leikur Andra og Jóns Axels var mjög spennandi og jafn, sérstaklega fyrra settið þar sem Andri tryggði sér síðasta stigið í oddalotu.
Lokastaðan í riðlunum:
A Riðill:
Andri Jónsson BH – 6
Jón Axel Jónsson TFK – 4
Rafn Kumar Bonifacius Víkingur – 3
Vladimir Ristic TFK – 0
B Riðill:
Arnar Sigurðsson TFK – 6
Birkir Gunnarsson TFK – 4
Davíð Halldórsson TFK – 2
Ástmundur Kolbeinsson Víkingur – 0
Á föstudag verða leikin undanúrslit. Þar spilar efsti keppandi í A riðli við næstefsta keppanda í B riðli og öfugt.
Fyrri leikurinn byrjar kl. 10:30
Andri – Birkir
Seinni leikurinn byrjar kl 13:00
Arnar – Jón Axel
Þar ræðst hverjir leika til úrslita. Búast má við hörkuspennandi leikjum, sérstaklega í leiknum milli Andra og Birkis.
Á laugardaginn verða úrslitaleikir spilaðir um gull, silfur og brons verðlaun.
Um leið og úrslitaleikirnir fara fram verður haldin glæsileg uppskeruhátíð fyrir tennis á Íslandi.