Bonifacius feðgar vinna í tvíliðaleik á 1.Stórmóti TSÍ

Feðgarnir Raj og Rafn

Feðgarnir Rafn Kumar Bonifacius (Víkingi) og Raj K. Bonifacius (Víkingi) unnu tvíliðaleikstitilinn á 1. Stórmóti Tennissambandsins sem lauk í gær. Í úrslitum unnu þeir Bjarna Jóhann Þórðarson (Víkingi) og Jón Einar Eysteinnsson (Víkingi) 9-0. Í undanúrslitum unnu feðgarnir annað feðga par, þá Einar Óskarsson (TFK) og Óskar Grönholm (TFK) 9-1. Í hinum undanúrslitaleiknum unnu Bjarni og Jón þær Önnu Soffíu Grönholm (TFK) og Hjördísi Rósu Guðmundsdóttur (BH) 9-7. Í leiknum uppá þriðja sætið unnu Anna og Hjördís þá Einar og Óskar, 9-6.

Önnur úrslit má sjá hér.