Sandra Dís Kristjánsdóttir (19 ára) í Tennisfélagi Kópavogs, hefur nýlega hafið nám við Savannah State University í Georgia-fylki í Bandaríkjunum á íþróttastyrk þar sem hún spilar fyrir tennislið skólans. Sandra Dís er núverandi Íslandsmeistari utanhúss í einliða-, tvíliða- og tvenndaleik. Fréttaritari Tennissambandsins tók Söndru Dís tali.
1. Af hverju ákvaðstu að hefja nám í Bandaríkjanum?
– Alveg frá barnæsku hefur mér fundist það mjög heillandi að fara til Bandaríkjanna og spila tennis. Meðal þess sem heillar mig er tækifærið til að búa erlendis um stund og kynnast annarri menningu. Svo er auðvitað rússínan í pylsuendanum að fá að æfa og keppa tennis á fullu hérna úti. Ég valdi mér nám sem ég taldi að gæti undirbúi mig fyrir læknisfræði.
2. Af hverju varð Savannah State University fyrir valinu?
– Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni, Rebekku Pétursdóttur (23 ára), tennisspilara í Fjölni, sem býr hérna úti í sama bæ um árið. Mér leist vel á bæinn og fór með Rebekku að skoða skóla. Við skoðuðum Savannah State og leist mér mjög vel á hann. Í framhaldinu sótti ég um og nú hefur mér hlotnast sá heiður að spila fyrir skólann.
3. Hvernig er tennis- og íþróttaðastaðan við skólann?
– Íþróttaaðstaðan í skólanum er mjög góð. Hér er líkamsrækt, sundlaug, fótboltavöllur og innihöll. Einnig eru hér fjórir harðir vellir (hard court) en við keppum ekki á þeim heldur annars staðar á tennisvöllum í einhverjum garði hérna. Þá er einnig verið að leggja nýja tennisvelli og fyrir fótboltann á næsta ári.
4. Geturðu lýst yfir okkur hvernig keppnisfyrirkomulaginu er háttað?Liðakeppni o.s.frv. Hvenær tímabilið er o.s.frv.
-Keppnistímabilið er á önninni eftir jól þannig að þetta tímabil erum við að æfa. Byrja reyndar ekki á æfingum fyrr en í byrjun september þannig er ekki alveg viss hvernig keppnisfyrirkomulagið er háttað. Læt ykkur vita þegar kemur að því.
5. Hvernig hefur dvölin í Bandaríkjunum lagst í þig hningað til? Hvað er öðruvísi, hvað er svipað?
– Eitt af því sem er öðruvísi er sambland af miklum raka og hita sem er ávallt um 24-36 gráður eftir tíma dags. Fólk er almennt mjög kurteist hérna og úrvalið af búðum er mikið. Síðustu dagana hef ég verið að koma mér fyrir, leigja íbúð og kaupa mína fyrstu bifreið. Eitt af því sem mér þykir mjög óvenjulegt og erfitt að venjast er að gefa þjórfé fyrir allt hvort sem það er á veitingastað eða að fá aðstoð við eitthvað. Svo þykir Ísland almennt öruggari staður en Bandaríkin, löggan er mun sýnilegri hér og þar er auðvitað fjölskyldan og vinirnir.
6. Hvaða ráð getur gefið ungum tennisspilurum sem hafa hug á að feta í fotspor þín og stefna á að spila tennis við bandarískan háskóla
– Mitt ráð er einfaldlega að byrja að æfa og keppa á fullu. Blanda saman æfingum á tennisvellinum og þrekæfingum. Mikilvægt er að æfa reglulega. Æfingin skapar enda meistarann og enginn verður betri af því að sitja upp í sófa, fyrir utan kannski John McEnroe. Þegar það líður svo að háskólanámi að hafa í góðan tíma samband við skóla og sjá hvað gerist. Annað er auðvitað að vera jákvæður og vinna ötullega að markmiðum sínum.