Day: August 7, 2010
Hin 12 ára Hjördís Rósa tryggði sér brons í einliðaleik kvenna
Tólf ára stelpa úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, tryggði sér í dag bronsverðlaun á Íslandsmótinu utanhúss þegar hún sigraði landsliðskonuna Ragnhildi Valtýsdóttur úr Tennisdeild Fjölnis í hörkuleik. Leikur Hjördísar og Ragnhildar tók tæpa 1,5 klukkustund en Hjördís vann í tveimur settum, 6-4 og 6-4.
Arnar og Raj Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla
Í dag urðu Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla. Þetta er jafnframt 14 tvíliðaleikstitils Arnars í röð en þriðji tvíliðaleikstitill Raj en hann hefur alltaf unnið þegar hann hefur spilað með Arnari. Þrjú lið
Rebekka og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik kvenna
Í dag urðu Rebekka Pétursdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þetta er í þriðja skipti sem Rebekka verður Íslandsmeistari utanhúss í tvíliðaleik en fyrsti tvíliðaleikstitill Söndru Dísar. Þrjú lið voru skráð til leiks í tvíliðaleik kvenna