Evrópumót U14/U16 – Leiðbeiningar til að sækja um IPIN númer

Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í Evrópumóti U14 – Kópavogur Open sem verður haldið 29.maí – 6. Júní næstkomandi og Evrópumót U16 – Icelandic Coca Cola Open sem verður haldið 5.-13.júní næstkomandi.

Evrópska tennissambandið hefur breytt reglum um skráningu þannig að nú þurfa allir leikmenn sem skrá sig á mót hjá þeim hvort sem það er hér á landi eða annarsstaðar að sækja um svokallað iPin númer. Þetta númer er einskonar persónuskilríki inní gagnagrunn hjá þeim og gerir leikmönnum kleift að skrá sig á mót hvar sem er í evrópu og hafa eigin prófíl á heimasíðu þeirra (www.tenniseurope.org) og svo framvegis.

Síðasti skráningardagur fyrir 14 ára mótið sem verður hér heima er þriðjudaginn 4.maí 2010 fyrir kl 14.00 og þurfa því allir þeir leikmenn sem ætla að taka þátt að sækja um þetta iPin númer og síðan skrá sig í mótið sjálft á heimasíðu þeirra. Síðasti skráningardagur fyrir 16 ára mótið er þriðjudaginn 11.maí fyrir kl 14:00. Athugið að það tekur sólarhring fyrir IPIN númerið að verða virkt þannig að það þarf að skrá sig einum sólarhring fyrir. Því ráðleggja mótstjórar keppendum að gera þetta sem allra allra fyrst.

Hér fyrir neðan er þetta skref fyrir skref og einnig meðfylgjandi linkar um hvar þarf að sækja um þetta númer og skrá sig á mótið. Það stendur einnig að það þarf að borga $30 fyrir iPin númerið sem er rétt, en það er hægt að haka við eða velja að borga “on site” sem þýðir einfaldlega að leikmaður sem sækir um númer borgar þetta gjald á mótsstað, eða hér hjá okkur áður en mótið hefst.

Vona að sem flestir ætla að vera með, en það eru núna 39 erlendir strákar og 22 erlendar stelpur skráðar í 14 ára mótið, þannig þetta lítur út fyrir að verða svaka flott mót.

Ef það eru einhverjar spurning þá endilega hafið samband við Andra mótstjóra fyrir 14 ára mótið í síma 866-4578 eða Raj mótstjóra fyrir 16 ára mótið í síma 820-0825. 

Hérna eru linkarnir og einnig skrefin sjálf:

Ferð á www.tenniseurope.org og síðan veluru efst uppi “junior tennis” – “new procedures in 2010” – “player guide 2010” og þar sjáið þið nákvæmlega hvað er hvað. Annars er það mikilvægasta undir IMPORTANT og síðan er efst þar sem þið getið skráð í mótin.
1. Sækja um iPin númer á heimasíðu TennisEurope https://ipin.itftennis.com/index.asp?referrerid=4
2. Búa til “tennis europe account” http://www.etracker.de/lnkcnt.php?et=hnsqBE&url=http://www.tenniseurope.org/PDF/junior/AccountCreation.pdf&lnkname=2010StepbyStepPlayerGuide
3.  Skrá leikmann í mótin tvö (eitt í 14 ára og yngri og hitt í 16 ára og yngri) http://www.etracker.de/lnkcnt.php?et=hnsqBE&url=http://www.tenniseurope.org/PDF/junior/OnlineEntries.pdf&lnkname=2010StepbyStepPlayerGuide

Annars ætti þetta ekki að vera of mikið mál, gæti bara tekið smá tíma, en enn og aftur MJÖG MIKILVÆGT að klára sem fyrst eða í dag fyrir 14 ára mótið!!!

P.S. Til að fara inná likana hér fyrir ofan þá þarf að “highlight-a” linkinn sjálfan og hægri músahnappinn og þar komist þið beint inná síðuna.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá mótstjórum mótanna.