Arnar og Raj mætast í úrslitum kl 16:30 í dag

Keppt verður til úrslita í ITN Styrkleikaflokki á 5. Stórmóti Tennissamband Íslands kl 16:30 í Tennishöllinni Kópavogi í dag.

Í úrslitaleiknum mætast núverandi Íslandsmeistari utanhúss Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs og nýkrýndur Íslandsmeistari innanhúss Raj K. Bonifacius úr Víkingi. Þetta er í fyrsta sinn frá Íslandsmótinu utanhúss sem Arnar tekur þátt í tennismóti á Íslandi. En Raj hefur unnið hvert stórmótið á fætur öðru að undanförnu og virðist vera í fínu formi. Þetta verður því eflaust skemmtilegur og spennandi leikur.

Mini tennismótið verður haldið kl 14:30 fyrir 10 ára og yngri (krakkar fædd 2000 og síðar) í dag.

Verðlaunaafhending og pizzapartý verður eftir úrslitaleikinn í dag.

Hvetjum alla tennisáhugamenn til að mæta.