Endurbætur hafa orðið á ITN Stigalista TSÍ með þeim hætti að leikmenn geta verið fljótari að hækkka/lækka á listanum en áður. Áður var það þannig að þegar leikmaður hafði unnið 7 leiki fleiri en hann hafði tapað fyrir með sama eða betra (lægra) „Entry ITN“ þá lækkaði „Entry ITN“ leikmanns um eitt númer. En með nýju fyrirkomulagi nægir leikmanni að vinna 5 leiki á móti leikmönnum með sama eða betra ITN númer þá lækkar“Entry ITN“ númer viðkomandi leikmanns um eitt númer.
Dæmi um nýtt fyrirkomulag:
Ef Jón Jónsson sem er með „Entry ITN“ nr. 5 vinnur fimm leikmenn sem eru með „Entry ITN“ nr.5 eða lægra þá lækkar númer Jóns um eitt númer og hann fær „Entry ITN“ nr. 4.
Einnig voru þeir leikmenn sem voru inn á listanum með „Entry ITN“ númer en höfðu aldrei keppt teknir út og settir neðst á listann. Með því móti hefur mótstjóri upplýsingar um ITN númer þeirra ef þeir ákveða að keppa einhvern tímann.
Endurbættur og uppfærður ITN Stigalisti TSÍ frá Íslandsmóti innanhúss má nálgast hér.